fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Jökull lýsir erfiðum mánuðum og segir ensku borgina skelfilega – „Ég var á þessum viðbjóðslega stað“

433
Sunnudaginn 6. október 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Jökull Andrésson var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni þennan föstudaginn, en þátturinn kemur út á 433.is vikulega.

Jökull lék á láni hjá Aftureldingu seinni hluta leiktíðar í Lengjudeildinni og átti stóran þátt í að koma liðinu upp í efstu deild. Kappinn er samningsbundinn Reading en hefur verið lánaður víða þaðan undanfarin ár. Síðustu tvö lán hafa ekki heppnast eins og best verður á kosið.

„Ég er búinn að eiga tvö mjög erfið ár úti í Englandi. Síðast með Carlisle þar sem ég var inn og út og að glíma við meiðsli. Þar áður var það Morecambe, sem létu mig fara eftir hálft tímabil. Það er alveg brekka fyrir markmann, við getum verið viðkvæmar sálir,“ sagði Jökull í þættinum.

video
play-sharp-fill

Fyrir tímann hjá Morecambe og Carlisle var Jökull á láni hjá Exeter, þar sem hann er dýrkaður og dáður.

„Án þess að hljóma eins og egóisti var ég eins og einhver guð í Exeter. Ég er enn að fá skilaboð um að stuðningsmenn sakni mín. Það gerðist eitthvað þar sem var bara draumur,“ sagði Jökull, sem tók svo skrefið til Morecambe.

„Ég fór upp um deild og í Morecambe en komst að því á undirúningstímabilinu að ég er ekki jafnmikill kóngur og ég hélt. Ég var bara eitthvað eftir á, ég veit ekki af hverju. Ég spilaði ekki fyrsta leik en er svo kominn í markið í næsta leik. Svo fer þjálfarinn bara að skipta okkur markvörðunum á 4-5 leikja fresti. Við erum ekki eins og útileikmenn. Markmenn þurfa tíma. Við þurfum að aðlagast varnarlínunni og öllu.“

Jökull talar þá ekki sérlega vel um borgina Morecambe norðvestur hluta Englands.

„Ég var að flytja út í rassgat á Englandi. Ég var á þessum viðbjóðslega stað, búinn að búa í Reading þar sem er mjög gott að búa, og þetta var eiginlega bara menningarsjokk. Ég hugsaði bara um það hvert ég væri kominn, hvað ég væri að gera þarna.

Ég kemst aldrei á ról og í janúar segir þjálfarinn við mig: „Heyrðu meistari, við bara viljum þig ekki lengur.“ Það er eitthvað sem þú verður bara að taka, annað hvort brýtur þetta þig eða þú ákveður að verða betri.“

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

FIFA gæti fengið á sig kærur eftir að Ronaldo fékk sérmeðferð

FIFA gæti fengið á sig kærur eftir að Ronaldo fékk sérmeðferð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
Hide picture