fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Segir frá manninum sem tókst að plata alla á samskiptamiðlum: Allt annar maður í vinnunni – ,,Pirraði mig þegar fólk féll fyrir þessu“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 31. október 2024 18:30

Abbey Clancy og Peter Crouch Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Crouch, fyrrum leikmaður liða eins og Liverpool, Tottenham og enska landsliðsins, hefur sagt frá ansi athyglisverðri sögu.

Crouch sagði söguna í hlaðvarpsþætti sínum ‘That Peter Crouch Podcast’ en hann ræddi þar um tíma sinn hjá Stoke.

Crouch segir að einn leikmaður Stoke á þessum tíma hafi tekist að plata stuðningsmenn liðsins á samfélagsmiðlum með því að birta myndir og myndbönd af sér á æfingum.

Þessi leikmaður er ekki nafngreindur en miðað við orð Crouch þá fékk hann ekki mikið að spila á þessum tíma.

,,Það var einn leikmaður Stoke sem var að plata stuðningsmenn félagsins og það pirraði mig verulega,“ sagði Crouch.

,,Hann var virkur á samskiptamiðlum og sást þar með einkaþjálfara fyrir utan æfiingasvæðið en þessi maður var ekki sá sami á æfingasvæðinu.“

,,Það sem pirraði mig mest er að fólkið féll fyrir þessu. Þau byrjuðu að spyrja sig: ‘Af hverju fær hann ekki að spila? Hann ætti að vera inná frekar en þessi og hinn.’

,,Leikmennirnir sem þau nefndu voru leikmenn sem lögðu sig fram á æfingum og stóðu sig ágætlega fyrir félagið. Þetta fór gríðarlega í taugarnar á mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði