fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
433Sport

Snoop íhugar að fjárfesta í stórliði – ,,Aldrei séð aðra eins stuðningsmenn“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 29. október 2024 19:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn heimsfrægi Snoop Dogg er opinn fyrir því að fjárfesta í knattspyrnufélagi og horfir aðallega á eitt félagslið.

Snoop fylgist mikið með íþróttum og þá aðallega körfubolta en á það til að bæði horfa á og mæta á knattspyrnuleiki.

Snoop er stuðningsmaður Celtic í skosku úrvalsdeildinni en um er að ræða risastórt félag sem spilar þó ekki of góðri eða vinsælli deild.

Hann er til í að kaupa hlut í Celtic ef tækifærið gefst og hafði þetta að segja um málið:

,,Ég elska hvað Ryan Reynolds hefur gert hjá Wrexham, þetta er frábær saga. Að fjárfesta í íþróttafélagi er eitthvað sem ég hef íhugað í langan tíma.“

,,Ef ég fengi tækifæri á að fjárfesta í Celtic, ég væri klikkaður að skoða það tilboð ekki. Ég hef fylgst með fótbolta um allan heim en aldrei séð aðra eins stuðningsmenn. Það er eitthvað sérstakt við þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

„Ef við erum ekki allir klárir geta þeir refsað“

„Ef við erum ekki allir klárir geta þeir refsað“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt
433Sport
Í gær

Myndasyrpa af æfingu landsliðsins í Laugardalnum – Arnar að undirbúa mikilvæga leiki

Myndasyrpa af æfingu landsliðsins í Laugardalnum – Arnar að undirbúa mikilvæga leiki