fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Matthías að taka við Val

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 29. október 2024 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Guðmundsson er að taka við kvennaliði Vals en það eru heimildir RÚV sem fullyrða þær fréttir í kvöld.

Matthías er fyrrum leikmaður Vals í knattspyrnu en hann hefur undanfarið starfað sem þjálfari kvennaliðs Gróttu.

RÚV segir að Ásgerður Stefanía Baldursdóttir verði aðstoðarþjálfari kvennaliðsins en hún var áður í þjálfarateyminu.

Pétur Pétursson var látinn fara frá Val á dögunum en tímabilinu í kvennaboltanum er lokið í bili.

Valur hafnaði í öðru sæti deildarinnar á eftir Breiðabliki og ákvað stjórn félagsins að breyta til.

Matthías er 44 ára gamall en hann lék fjóra landsleiki fyrir Ísland á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
433Sport
Í gær

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan
433Sport
Í gær

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót
433Sport
Í gær

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Í gær

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt