Chelsea þarf að rífa upp veskið í janúarglugganum að sögn Jamie Carragher sem starfar í dag sem sparkspekingur Sky Sports.
Robert Sanchez ver mark Chelsea í dag en hann átti ekki sinn besta dag í gær er liðið tapaði gegn Liverpool, 2-1.
Sanchez var alls ekki sannfærandi í seinna marki Liverpool sem Curtis Jones skoraði og hefur fengið töluverða gagnrýni fyrir sitt framlag.
,,Þetta var svo lélegt af hálfu Chelsea. Reece James er í bullinu þarna og markvörðurinn er svo lélegur,“ sagði Carragher.
,,Curtis Jones náði ekki góðri fyrstu snertingu og þetta var virkilega lélegt hjá Sanchez. Hann verður að mæta þessum bolta og vinna hann.“
,,Chelsea þarf á nýjum markverði að halda ef þeir vilja komast aftur á þann stað sem þeir voru.“