Það eru ekki allir sem vita það en Arne Slot og Virgil van Dijk hafa mæst á vellinum en það gerðist árið 2013.
Slot er í dag þjálfari Liverpool og er Van Dijk fyrirliði liðsins – þeir eru báðir frá Hollandi.
Slot er 46 ára gamall í dag en hann lagði skóna á hilluna 2013 eftir þrjú ár hjá PEC Zwolle þar sem hann spilaði 74 deildarleiki.
Ný mynd vekur mikla athygli en þar má sjá Slot og Van Dijk í hita leiksins en sá síðarnefndi lék þá með Groningen.
Van Dijk er í dag einn mikilvægasti leikmaður Slot og hefur lengi verið einn besti varnarmaður heims.
Slot spilaði sjálfur á miðjunni en hann átti nokkuð farsælan feril sem knattspyrnumaður í heimalandinu.