Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur staðfest það að enska knattspyrnusambandið sé að reyna við starfsmann félagsins.
Sá aðili heitir James Melbourne en Thomas Tuchel hefur verið ráðinn þjálfari Englands og mun taka við þann 1. janúar – hann er fyrrum stjóri Chelsea og þekkir til Melbourne.
Fleiri nöfn Chelsea gætu verið á óskalista Englands en Maresca vildi aðeins staðfesta áhuga á Melbourne að svo stöddu.
,,Ég veit að þeir hafa rætt við einn af okkar mönnum, einn af þeim sem leikgreinir fyrir okkur,“ sagði Maresca.
,,Við erum nokkuð opin fyrir því að leyfa fólki að fara og taka á skarið ef það er þeirra vilji.“
,,Ég hef líka heyrt sögur af Hilario [markmannsþjálfara] en það hefur enginn sett sig í samband hingað til. Það er það eina sem ég veit.“