Willum Þór Willumsson átti frábæran leik fyrir Birmingham í dag sem spilaði við Lincoln í þriðju efstu deild.
Willum var að sjálfsögðu í byrjunarliði Birmingham sem lenti undir í fyrri hálfleik eftir aðeins eina mínútu.
Keshi Anderson jafnaði metin fyrir Birmingham ekki löngu seinna og var staðan jöfn eftir fyrri hálfleikinn.
Willum skoraði annað mark Birmingham og lagði upp það þriðja á Anderson í flottum 3-1 útisigri.
Gísli Eyjólfsson nýtti tækifærið sitt í Svíþjóð en hann skoraði þriðja mark Halmstad í 3-1 sigri á Sirius.