David Raya markvörður Arsenal fór á skeljarnar í vikunni og fékk jákvætt svar frá marka sínum enda virtist allt skipulagt í þaula.
Raya og Tatiana Trouboul hafa verið saman síðustu ár og ákvað sá spænski að biðja hennar.
Parið hefur búið í London síðustu ár og komið sér þar vel fyrir.
Raya var á láni hjá Arsenal á síðustu leiktíð frá Brentford en var svo keyptur til félagsins í sumar.
Raya hefur verið virkilega öflugur í markinu hjá Arsenal og lífið virðist leika við hann utan vallar.