Lionel Messi hefur í raun staðfest það að hann verði til staðar næstu árin og er ekki að horfa í það að hætta bráðlega.
Messi verður 38 ára gamall á næsta ári en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona á Spáni.
Messi leikur í Bandaríkjunum í dag og er oft talað um að hann muni bráðlega leggja skóna á hilluna og kveðja íþróttina í bili.
,,Það að ég sé mættur til Inter Miami þýðir ekki að ég sé að hætta bráðlega, ég get enn spilað í einhver ár,“ sagði Messi.
Messi er því ákveðinn í að hann geti gefið nóg af sér enda er hann enn landsliðsmaður Argentínu og vill spila á HM 2026.
Messi er einn besti leikmaður sögunnar og er vinsæll á meðal margra knattspyrnuaðdáenda um allan heim.