fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Fullyrt að Hareide verði rekinn í nóvember

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. október 2024 13:44

Mynd: Kristinn Svanur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football fullyrðir að Age Hareide verði rekinn sem landsliðsþjálfari í nóvember, hann heldur þessu fram eftir samtöl sín í vikunni.

Uppsagnarákvæði er í samningi Hareide sem stjórn KSí getur nýtt sér í nóvember. 433.is hefur fengið nokkrar ábendingar þess efnis undanfarna daga um að Hareide sé valtur í sessi og Hjörvar segir þetta muni gerast.

„Það vita þetta allir nema þú elsku Åge,“ heitir þátturinn sem Hjörvar gaf út í dag.

Meira:
Utan vallar: Latur Norðmaður sem ætti að víkja fyrir augljósum kosti

„Það virðiast allir vita að leikirnir í nóvember séu þeir síðustu hjá Age Hareide, nema Hareide sjálfur. Ég átti samtöl á mánudag og þriðjudag, og svo einn sem er mjög nálægt þessu í gær. Hann sagði mér að hann væri out í nóvember,“ sagði Hjörvar í þætti sínum í dag.

Eyþór Wöhler framherji KR segist hafa heyrt sömu sögu og segist hafa talað við menn nálægt liðinu.

„Ég hef heyrt frá mörgum nálægt landsliðinu að þetta séu seinustu leikirnir hans í nóvember, áreiðanlegar heimildir,“ sagði Eyþór.

Hareide tók við landsliðinu um mitt síðasta ár og hefur árangurinn verið ágætur á köflum en vantað hefur stöðugleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“