Pep Guardiola stjóri Manchester City ætlar að vera áfram hjá félaginu ef félagið verður dæmt brotlegt í þeim 115 ákærum sem félagið situr undir.
Búist er við að dómur falli í málin undir lok árs en samningur Guardiola rennur út næsta sumar.
Athletic segir að Guardiola muni svo sannarlega halda áfram ef City yrði sem dæmi dæmt niður um deild.
Segir miðilinn að Guardiola elski félagið það mikið að hann hefði það ekki í sér að skilja við það í tómu klandri.
Guardiola mun hins vegar skoða framtíð sína ef hann getur skilið við City í góðum málum en það ætti að liggja fyrir undir lok árs.