Það andar köldu á milli liða í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana ef tekið er mið af frétt The Athletic. Leiðindin hafa byrjað vegna þess að Chelsea fór að banna liðum að mæta á leiki hjá unglingaliðum félagsins.
Njósnarar frá Manchester United og Liverpool ætluðu að mæta á leik hjá Chelsea á dögunum en var bannað að mæta.
Þetta er eitthvað sem er mjög óvanalegt í enskum fótbolta en aukinn harka virðist vera að færast í leikinn.
Upphafið af þessu er að Liverpool náði að sannfæra Rio Ngumoha 16 ára leikmann Chelsea að koma til félagsins í sumar.
Pirringur er í herbúðum Chelsea vegna þess en Ngumoha á að vera eitt mesta efni sem félagið hefur haft lengi.
Athletic segir að Liverpool muni nú banna starfsmönnum Chelsea að mæta á leiki hjá unglingaliðum félagsins.
Aukin pressa er á félögin að vera með uppalda leikmenn og því er harka að færast í leikinn þegar verið er að sækja leikmenn frá öðrum liðum.