fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Andar köldu á milli stórliða á Englandi – Ástæðan sú að Liverpool sótti ungstirni í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. október 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það andar köldu á milli liða í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana ef tekið er mið af frétt The Athletic. Leiðindin hafa byrjað vegna þess að Chelsea fór að banna liðum að mæta á leiki hjá unglingaliðum félagsins.

Njósnarar frá Manchester United og Liverpool ætluðu að mæta á leik hjá Chelsea á dögunum en var bannað að mæta.

Þetta er eitthvað sem er mjög óvanalegt í enskum fótbolta en aukinn harka virðist vera að færast í leikinn.

Upphafið af þessu er að Liverpool náði að sannfæra Rio Ngumoha 16 ára leikmann Chelsea að koma til félagsins í sumar.

Pirringur er í herbúðum Chelsea vegna þess en Ngumoha á að vera eitt mesta efni sem félagið hefur haft lengi.

Athletic segir að Liverpool muni nú banna starfsmönnum Chelsea að mæta á leiki hjá unglingaliðum félagsins.

Aukin pressa er á félögin að vera með uppalda leikmenn og því er harka að færast í leikinn þegar verið er að sækja leikmenn frá öðrum liðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“