Erik ten Hag stjóri Manchester United er samkvæmt frétt Mirror meðvitaður um það að starf hans þangir á bláþræði.
Talið er að stjórnendur Manchester United hafi rætt það undanfarið hvort gera eigi breytingar.
Það var skoðað að reka Ten Hag í sumar en þá ákvað félagið að gefa honum meiri tíma.
Sá hollenski virðist vera farin að vera meðvitaður um það að gengi liðsins þarf að batna ef hann ætlar að halda velli.
United er með átta stig eftir sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni sem telst varla boðlegt á þeim bænum.
🚨 Erik ten Hag knows he must oversee an immediate improvement in results and performances if he is to keep his job beyond the next international break. [@DiscoMirror] #mufc pic.twitter.com/D9S7P2JU2S
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) October 16, 2024