Eric Cantona fyrrum leikmaður Manchester United urðar yfir félag sitt vegna ákvörðunar að láta Sir Alex Ferguson fara úr starfi sendiherra.
Félagið er að skera niður og var ákveðið að segja upp samningi Ferguson.
United ákvað að rifta samningi Sir Alex Ferguson þar sem hann þénaði 2,16 milljónir punda á ári sem sendiherra. Það var ákvörðun Sir Jim Ratcliffe að skera niður þennan kostnað.
Ferguson hefur í ellefu ár sinnt þessu hlutverki eða allt frá því að hann hætti þjálfun liðsins, Ratcliffe taldi þetta ekki eðlilegan kostnað.
Ferguson mun áfram eiga sæti í stjórn félagsins samkvæmt frétt Athletic og ávallt velkomin á leiki félagsins. „Sir Alex Ferguson á að fá að gera það sem hann vill hjá félaginu þangað til að hann deyr,“ segir Canton.
„Þvílík óvirðing, þetta er hneyksli. Sir Alex Ferguson verður alltaf minn stjóri, ég myndi henda þessu liði í ruslið.“