fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Skilur Albert vel að hafa ekki viljað koma í landsleik kvöldsins – „Hefur legið þungt á honum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2024 14:00

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson vildi ekki mæta til móts við landsliðið fyrir leikinn gegn Tyrkjum á morgun. Frá þessu sagði Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands í gær.

Albert var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot á fimmtudag, degi fyrir leikinn gegn Wales.

Hann hafði ekki tök á því að mæta í þann leik, Hareide segir að KSÍ hafi haft samband við Albert og haft áhuga á að fá hann inn. Albert vildi hins vegar fá frí.

Rætt var um þetta í hlaðvarpinu Dr. Football í dag og spurði Hjörvar Hafliðason gesti sína hvort þetta væri ekki eðlilegt.

„100 prósent, auðvitað vissi hann ekki hvað var í vændum. Hefur legið þungt á honum, hann þurfti tíma fyrir sig,“ sagði Jóhann Már Helgasonum málið.

Hjörvar segist hafa fylgst með umræðunni um helgina í kringum Albert og lið sem skoðuðu að kaupa hann í sumar sjá á eftir honum.

„Stuðningsmenn Inter voru fúlir að hafa misst af honum, stuðningsmenn Tottenham voru að detta inn líka í umræðuna. Hann skoraði sigurmarkið gegn AC Milan um síðustu helgi, Ítalir setja tilfinningar í þetta,“ segir Hjörvar en Albert gekk í raðir Fiorentina í sumar.

„Maður sér hvað Albert er vinsæll þarna úti, þú þarft svo bara tvo lélega leiki og tvö töp,“ sagði Hjörvar en Albert hefur farið frábærlega af stað með nýju félagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonast til að eitthvað félag á Englandi bjargi sér úr erfiðri stöðu

Vonast til að eitthvað félag á Englandi bjargi sér úr erfiðri stöðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja