Heimir Hallgrímsson þjálfari Írlands var sár og svekktur eftir tap liðsins gegn Grikklandi í Þjóðadeildinni í gær.
Í jöfnum og spennandi leik gerðu Írar mistök varnarlega og töpuðu 2-0 á útivelli.
„Það eru jól aftur í nóvember, við erum að gefa of mikið af auðveldum mörkum,“ sagði Heimir eftir tapið.
Guðmundur Hreiðarsson er markmannsþjálfari Íra en Caoimhin Kelleher markvörður liðsins gerði sig sekan um stór mistök.
„Ég er með markmannsþjálfara sem segir að fótbolti sé liðsíþrótt þangað til að markvörðurinn gerir mistök.“
„Þetta er liðsíþrótt, við vorum í leiknum og vorum að koma boltanum á hættulega staði. Við fórum of seint að trúa á okkur sjálfa í leiknum.“