fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Hareide gagnrýndur fyrir störf sín í kvöld í beinni á Stöð2 Sport – „Gylfi átti alltaf að koma inn í þessum leik“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2024 21:15

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands var gagnrýndur á Stöð2 Sport eftir leik í kvöld fyrir það að gera aðeins tvær skiptingar í 2-4 tapi gegn Tyrklandi í kvöld.

Hareide valdi að gera fáar breytingar í leiknum sem Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson furða sig á.

„Ég hefði viljað sjá fleiri breytingar, fyrsta breyting kemur eftir að við lendum 2-1 undir. Ísak Bergmann fyrir Mikael Neville, þá hefði ég viljað fá Gylfa inn á miðjuna. Arnór Ingvi er varnarmiðjumaður, henda honum inn fyrir hann. Jói orðinn 34 ára að spila sinn annan leik á þremur dögum, hentu Gylfa þarna inn,“ sagði Lárus Orri á Stöð2 Sport.

Gylfi Þór Sigurðsson var ónotaður varamaður í leiknum sem vakti furðu margra þegar íslenska liðið var um tíma að leita að marki.

„Ég er sammála, Gylfi átti alltaf að koma inn í þessum leik og sérstaklega í 2-1. Mér fannst skrýtið að taka Mikael Neville út og setja Ísak Bergmann inn, Ísak er miðjumaður. Jói var þreyttur, Logi var þreyttur. Ég hefði viljað sjá fleiri skiptingar og setja menn í sínar stöður. Sævar Atli var kostur, tvær skiptingar í erfiðum leik. Mikil hlaup, auðvitað átti að gera fleiri skiptingar,“ sagði Kári Árnason.

Lárus segir að sá norski verði að lesa betur í stöðuna. „Þú verður að lesa í leikinn og hvernig hann þróast, við þurftum breytingu á miðsvæðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning