Wayne Rooney, stjóri Plymouth, segist vera mjög rólegur knattspyrnustjóri – eitthvað sem gæti komið mörgum á óvart.
Rooney var gríðarlega skapheitur leikmaður en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United og enska landsliðinu.
Rooney hefur lagt skóna á hilluna og þjálfar í næst efstu deild á Englandi en hann fékk nýlega rautt spjald í leik gegn Blackburn.
,,Auðvitað viltu vera eins góður þjálfari og þú getur. Það sem ég hef reynt að gera hjá mínum liðum er að halda boltanum en með ákveðnum tilgangi,“ sagði Rooney.
,,Það er mikilvægt að þú sért ekki að gefa boltann bara til þess að gefa hann og að þú sért að reyna að finna lausnir á síðasta þriðjungi vallarins.“
,,Ég er afskaplega rólegur. Ég er mjög róleg manneskja og rólegur þjálfari sem er ekki í takt við hvernig ég var sem leikmaður.„