fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Leiknum við Tyrkland frestað?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. október 2024 20:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísir greinir frá því í kvöld að það sé möguleiki á að landsleiknum annað kvöld gegn Tyrkjum verði frestað.

Vísir segir að það sé vegna veðurs hérlendis en frostið er farið að láta til sín taka og gæti haft slæm áhrif á völlinn.

Ekkert hefur verið staðfest hingað til en Ísland spilar þarna mikilvægan leik í Þjóðadeildinni.

Það er ekki búið að ákveða að fresta viðureigninni en knattspoyrnusambandið mun skoða stöðuna nánar á morgun.

Laugardalsvöllur er eins og flestir vita ekki upphitaður knattspyrnuvöllur og ef mikið frost verður í nótt gæti hann verið ónothæfur í viðureigninni.

Vísir segir enn fremur að það sé hægt að fresta leiknum um sólahring en Þjóðadeildin fer einnig fram á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid