Breyting hefur verið gerð á hóp U21 liðs karla. Jakob Franz Pálsson og Danijel Dejan Djuric hafa verið kallaðir inn í hópinn í stað Ísaks Andra Sigurgeirssonar og Óla Vals Ómarssonar vegna meiðsla.
Íslenska liðið tapaði gegn Litáhen í gær Litáhen en mætir Dönum ytra í næsta leik.
Athygli vekur að Danijel komi inn í hópinn en kantmaður Víkings sendi væna pillu á þjálfara liðsins, Ólaf Inga Skúlason í gær.
Danijel hefur ekki verið í hóp undanfarið hjá U21 árs liðinu og lét vita fa því á X-inu í gær. „Ég skil ekki.. það er eitt leikmaður sem kann að vera 0-2 undir á þessu velli, skora og snúa tafla við.. og hann er á bekknum, ónotaður,“ skrifaði Pablo Punyed samherji Danijel hjá Víkingi.
Danijel svaraði færslunni sjálfur. „*ekki i hóp…,“ sagði Danijel um málið á X-inu.
Ólafur Ingi hefur tekið þetta inn á sig og valið Danijel inn í hópinn fyrir leikinn gegn Dönum.