fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Brynjólfur ánægður að fá traustið í landsliðinu – „Við hittumst ekki oft og gott að geta verið saman hérna“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. október 2024 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bara mjög vel, spenntur fyrir þessum leikjum. Flottir leikir og allir eru klárir,“ segir Brynjólfur Willumsson framherji Groningen í Hollandi og íslenska landsliðsins.

Landsliðið er komið saman fyrir leiki gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni en Brynjólfur var kallaður inn í hópinn fyrir þetta verkefni.

„Þetta kom ekkert á óvart, maður er stoltur af því að vera valinn í hópinn. Maður gerir sitt besta með félagsliði og vonast eftir þessu,“ sagði Brynjólfur.

Brynjólfur hafði spilað í Noregi síðustu ár en tók skrefið til Hollands í sumar og hefur notið þess.

„Klárlega, þegar þú ferð að spila í sterkari deild. Ef þú ert að spila vel þar, þá eykur það líkurnar á að komast í landsliðið. Maður reynir að njóta þess að vera hérna.“

„Þetta hefur farið vel af stað í Hollandi, þessi tvö góðu mörk og svo bara að byggja ofan á það.“

Hann segir talsverðan mun á því að hafa samið við Groningen „Það er stærðarmunur á klúbbunum, bróðir minn hafði spilað þarna og mér leist vel á deildina,“ sagði Brynjólfur um bróðir sinn, Willum Þór sem einnig er í landsliðinu.

„Það er mjög fínt að vera með honum í landsliðinu, við hittumst ekki oft og gott að geta verið saman hérna.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
Hide picture