fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
433Sport

Vildi burt frá Liverpool í sumar en fékk það ekki – Keyptu svo mann í hans stöðu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. september 2024 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Caoimhin Kelleher markvörður Liverpool er ósáttur með stöðu sína hjá félaginu og vildi fara burt í sumar en öllum tilboðum var hafnað.

Liverpool festi svo kaup á Giorgi Mamardashvil í sumar og kemur hann til Liverpool næsta sumar.

Það er því ljóst að Kelleher á sér litla framtíð hjá Liverpool og vildi markvörðurinn frá Írlandi fara í sumar.

„Ég hef látið vita af því síðustu ár að ég vil fara og spila í hverri viku,“ segir Kelleher.

„Félagið hefur tekið ákvörðun að kaupa annan markvörð og það eru bara skilaboð til mín að félagið ætlar í aðra átt.“

Alisson hefur átt stöðuna í marki Liverpool síðustu ár en nú er nokkuð ljóst að Mamardashvil sem kemur frá Valencia mun taka við af honum.

„Stundum virkar það þannig að það sé 100 prósent mín ákvörðun hvað gerist en það er ekki svo.“

„Liverpool hafnaði nýlega nokkrum tilboðum, metnaður minn er þannig að ég er nógu góður og vil sanna það vikulega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísland og Skotland mætast á morgun

Ísland og Skotland mætast á morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjóri Alberts hættur

Stjóri Alberts hættur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tjáði sig um Ronaldo – „Þá mun ég halda á honum hingað“

Tjáði sig um Ronaldo – „Þá mun ég halda á honum hingað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

17 ára með yfir 200 milljónir í mánaðarlaun

17 ára með yfir 200 milljónir í mánaðarlaun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu upptöku af tryllingslegri hegðun Baldvins sem hlaut þunga refsingu – „Eruði í alvöru þroskaheftir? Mig langar að lemja þig“

Sjáðu upptöku af tryllingslegri hegðun Baldvins sem hlaut þunga refsingu – „Eruði í alvöru þroskaheftir? Mig langar að lemja þig“