

Deivid Washington 19 ára sóknarmaður Chelsea verður seldur til Strasbourg í Frakklandi í dag.
Það sem vekur mesta athygli þar er að Strasbourg er í eigu Todd Boehly og Clearlake Capital sem á Chelsea.
Kaupverðið verður 17,7 milljónir punda sem er ansi hátt fyrir lítt þekkta stærð.
Enskir blaðamenn vekja athygli á þessu og telja að þarna sé Todd Boehly byrjaður að laga bókhaldið.
Eyðsla Chelsea hefur verið svakaleg síðustu ár og er félagið á tæpasta vaði að komast í gegnum FFP relgurnar.
Incredible £17.7million for Deivid Washington as he is sold between BlueCo owned Chelsea to BlueCo owned Strasbourg. https://t.co/iOwUecnyvj
— Nizaar Kinsella (@NizaarKinsella) August 30, 2024