
Það er orðið ansi líklegt að Joao Cancelo endi í Sádi-Arabíu á næstu dögum.
Hinn þrítugi Cancelo er ekki inni í myndinni hjá Pep Guardiola, stjóra Manchester City, en undanfarin tímabil hefur hann verið á láni hjá Bayern Munchen og Barcelona.
Portúgalinn er nú á leið í peningana í Sádí, en meistararnir þar í landi, Al-Hilal, hafa fengið tilboð sitt upp á rúmar 20 milljónir punda samþykkt.
Al-Hilal og City bíða nú eftir grænu ljósi frá Cancelo sjálfum, sem tekur eðlilega lokaákvörðun um málið.
🔵🇸🇦 Al Hilal expect João Cancelo’s final green light to travel for medical as it’s all down to player’s approval.
The agreement with Man City is done as revealed for €25m package, already accepted.
⏳🇵🇹 pic.twitter.com/6SD9orwDUz
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 26, 2024