fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

City staðfestir endurkomu Gundogan

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. ágúst 2024 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur staðfest endurkomu Ilkay Gundogan til félagsins. Hann skrifar undir eins árs samning með möguleika á ári til viðbótar.

Gundogan, sem verður 34 ára í haust, kemur frá Barcelona. Hann var aðeins í eitt ár í Katalóníu, en hann kom einmitt frá City í fyrra.

Í Manchester vann kappinn allt sem hægt er að vinna og nú er hann mættur aftur.

Gundogan kemur frítt frá Barcelona þrátt fyrir að hafa átt tvö ár eftir af samningi sínum þar.

Þjóðverjinn mun klæðast treyju númer 19 hjá City í þetta skiptið, en áður var hann númer 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur