
Manchester City hefur staðfest endurkomu Ilkay Gundogan til félagsins. Hann skrifar undir eins árs samning með möguleika á ári til viðbótar.
Gundogan, sem verður 34 ára í haust, kemur frá Barcelona. Hann var aðeins í eitt ár í Katalóníu, en hann kom einmitt frá City í fyrra.
Í Manchester vann kappinn allt sem hægt er að vinna og nú er hann mættur aftur.
Gundogan kemur frítt frá Barcelona þrátt fyrir að hafa átt tvö ár eftir af samningi sínum þar.
Þjóðverjinn mun klæðast treyju númer 19 hjá City í þetta skiptið, en áður var hann númer 8.
What you've all been waiting for…
Welcome back to City, @IlkayGuendogan 🩵 pic.twitter.com/8VutEkQNRU
— Manchester City (@ManCity) August 23, 2024