Það er alveg ljóst að sóknarmaðurinn öflugi Lamine Yamal er mikill aðdáandi Brasilíumannsins Neymar sem spilar í dag í Sádi Arabíu.
Yamal er einn allra efnilegasti leikmaður heims en hann er 17 ára gamall og lék með spænska landsliðinu á EM í sumar.
Neymar er fyrrum leikmaður Barcelona sem er félagslið Yamal í dag en hann var áður á mála hjá Santos í heimalandinu, Brasilíu.
Yamal birti mynd af sér í treyju Santos með nafni Neymar sem hefur vakið töluverða athygli en hann lítur mikið upp til stórstjörnunnar.
Myndir af þessu má sjá hér.
O YAMAL É SIMPLESMENTE UM DOS MAIORES NEYMARZETES DO MUNDO! 😱🇧🇷🇪🇸 O mlk de 17 ANOS postou uma foto simplesmente usando a camisa do Neymar no Santos em 2012! Tem referência ou não?! 👏👏 pic.twitter.com/UCXzqSB4F2
— TNT Sports BR (@TNTSportsBR) July 21, 2024