fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Endurkoma Jóhanns staðfest – Skrifaði undir hjá Burnley

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. júlí 2024 14:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við Burnley. Félagið staðfestir þetta.

Tilkynnt var í maí að Jóhann myndi yfirgefa herbúðir félagsins. Hann hafnaði þá nýjum samningi hjá félaginu.

Jóhann hefur verið í átta ár hjá Burnley og skrifar undir eins árs samning með möguleika á öðru ári.

Samkvæmt heimildum 433.is fékk Jóhann nokkur spennandi tilboð í sumar og þar á meðal frá Sádí Arabíu. Hann ákvað á endanum að vera áfram hjá Burnley.

Jóhann er 33 ára gamall en Scott Parker tók við þjálfun liðsins í gær.

Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni síðasta haust og leikur því í Championship deildinni í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað