fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Botna ekki í þessu á EM – „Bara hlægilegt“

433
Föstudaginn 5. júlí 2024 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er heldur betur stórleikur á dagskrá á EM á eftir þegar Þýskaland og Spánn mætast í 8-liða úrslitum. Þetta hafa verið hvað skemmtilegustu lið mótsins.

„Þetta hefði verið skemmtilegasti úrslitaleikurinn miðað við það sem við höfum séð hingað til,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson um leikinn í hlaðvarpi Íþróttavikunnar.

„Þetta eru liðin sem hafa skemmt manni, það eru ekki mörg lið sem hafa lagt neitt upp úr því að skemmta okkur,“ sagði Hörður Snævar Jónsson þá.

Bæði lið unnu riðla sína og andstæðinga sína í 16-liða úrslitum nokkuð örugglega.

„Þetta er svolítið skrýtið, bæði lið hafa gert allt rétt, unnið riðlana sína og í 16-liða úrslitum, samt mætast þau í 8-liða úrslitum. Manni finnst þetta hálf grimmt,“ sagði Helgi.

„Það verður til svolítið ruglingslegt kerfi þegar þessi 3. sæti eru að þvælast með. Við sjáum að Hollendingar enda í 3. sæti og eru að fá Tyrki í 8-liða úrslitum,“ sagði Hörður þá.

„Þetta er bara hlægilegt,“ skaut Helgi inn í.

Mikið hefur verið rætt og ritað um að UEFA þurfi að breyta fyrirkomulaginu á EM, en 24 lið taka þar þátt í dag.

„Það er spurning hvort UEFA þurfi ekki bara að fjölga þessu um 8 lið í viðbót. Þessi riðlakeppni er orðin hálfger forkeppni,“ sagði Hörður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag