Það mun kosta það félag sem vill kaupa Romelu Lukaku frá Chelsea í sumar 38 milljónir punda. Fabrizio Romano segir frá þessu.
Lukaku á sennilega enga framtíð hjá Chelsea en hann hefur verið lánaður burt undanfarin tvö tímabil. Hann átti flotta leiktíð með Roma og skoraði 21 mark.
Belgíski framherjinn var keyptur til Chelsea á hátt í 100 milljónir punda 2021 en stóð hann engan veginn undir væntingum í endurkomu sinni á Stamford Bridge.
Chelsea reynir að rétta fjárhaginn af til að vera innan regluramma um fjárhagsreglur í sumar og gæti hjálpað að selja Lukaku.