fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Aron Einar gráti næst þegar hann kvaddi og fór yfir árin fimm – „Ég missti systur mína og var á sama tíma alvarlega meiddur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var endanlega staðfest í gær að Aron Einar Gunnarsson hefur lokið ferli sínum hjá AL-Arabi eftir fimm ár í herbúðum liðsins í Katar. Aron var gráti næst þegar hann rifjaði upp ferlið.

Aron sem er 35 ára gamall stefnir á það að taka hið minnsta eitt ár í viðbót í atvinnumennsku áður en hann snýr heim til Þórs á Akureyri og lýkur ferlinum þarna.

Aron var í miklum metum hjá stuðningsmönnum Al-Arabi. „Ég er leikmaður sem gefur allt í hlutina, stuðningsmenn eru sáttir með leikmenn sem gefa allt fyrir merkið. Ég hef verið hérna í fimm ár og markmiðið var alltaf að koma liðinu þangað sem það á að vera,“ segir Aron Einar.

Aron Einar var lykilmaður í liði Al-Arabi sem vann Emir bikarinn vorið 2023. „Vinna titla og berjast um sigur í deildinni, ég hef notið ferðalagsins að kynnast félaginu og stuðningsmönnum. Að sjá hversu mikla þýðingu það hafði fyrir þá að vinna Emir bikarinn.“

„Ég er ekki maður sem sýni oft tilfinningar en að sjá fólk gráta sýndi mér að þetta var mikils virði fyrir fólkið.“

Á síðasta ári meiddist Aron alvarlega, meiðsli sem héldu honum frá vellinum meira og minna í heilt ár. Á sama tíma var systir hans bráðkvödd á Akureyri.

„Ég missti systur mína og var á sama tíma að eiga við alvarleg meiðsli. Það var erfitt, ég fékk mikinn stuðning frá öllu félaginu, leikmönnum og það var mér mikils virði,“ sagði Aron sem var gráti næst í viðtalinu.

Hann segist hugsa hlýlega til fólksins í Al-Arabi og að hann muni heimsækja félagið reglulega. „Ég mun koma í heimsókn og heilsa upp á fólkið, þetta er ekki kveðjustund heldur er það stundum þannig að góðir tímar taka alltaf enda,“ segir Aron.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“