Thibaut Courtois mun ekki spila með belgíska landsliðinu á EM sem fer fram í Þýskalandi í sumar.
Þetta eru fréttir sem koma þónokkrum á óvart en Courtois hefur þó nánast ekkert spilað í vetur vegna meiðsla.
Þessi markmaður Real Madrid sleit krossband fyrir tímabilið en útlit er fyrir að hann sé nú að glíma við smávægileg hnémeiðsli.
Búið er að tilkynna belgíska hópinn fyrir mótið en Koen Casteels hjá Wolfsburg, Matz Sels hjá Nottingham Forest og Thomas Kaminski hjá Luton fara í lokakeppnina.
Casteels verður aðalmarkvörður liðsins á mótinu en hann á aðeins að baki átta landsleiki.