Pep Guardiola stjóri Manchester City viðurkennir að líklega fari nokkrir lykilmenn frá liðinu í sumar. Hefur City ekki verið óhrætt við að selja leikmenn síðustu ár.
Bernardo Silva er sterklega orðaður við Barcelona en Kevin de Bruyne og Ederson gætu einnig farið.
„Ég veit ekki hvað gerist en nokkrir leikmenn verða að taka ákvörðun hvort þeir vilji vera áfram,“ segir Guardiola.
Ederson og De Bruyne eru eftirsóttir af liðum í Sádí Arabíu. „Það koma líka leikmenn. Yfirmaður knattspyrnumála segir mér að við verðum með gott lið fyrir næstu leiktíð.“
The Times segir að líklega muni Ederson biðja um að fá að fara en Al-Ittihad vill krækja í hann.