Það ræðst í vikunni hvort Erik ten Hag verði rekinn frá Manchester United eða ekki. Félagið skoðar tímabilið ítarlega næstu daga.
Sir Jim Ratcliffe og Sir Dave Brailsford sem stýra félaginu í dag eru að skoða málin.
Fyrir helgi bárust fréttir af því að Ten Hag yrði rekinn eftir úrslit bikarsins þar sem liðið vann frækinn sigur á Manchester City.
Engin ákvörðun virðist þó hafa verið tekin og gæti Ten Hag hafa bjargað starfinu á laugardag.
Thomas Tuchel og fleiri eru orðaðir við starfið en það ætti að liggja fyrir á næstu dögum hvað félagið gerir.