Jóhann Már Helgason, sparkspekingur með meiru, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Stórfurðuleg dómgæsla varð til þess að Breiðablik vann Stjörnuna í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna um síðustu helgi. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir rann þá í teignum án snertingar en fékk víti sem Agla María Albertsdóttir skoraði úr og Blikar áfram.
„Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef séð,“ sagði Hrafnkell í þættinum og Jóhann tók undir.
Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024
„Ég hef bara aldrei séð annað eins, ég veit hreinlega ekki hvað dómaranum gekk til. Þetta var hreinlega áfellisdómur.“
Helgi segir að svona atvik kalli á myndbandsdómgæslu.
„Á svona augnablikum þurfum við eitthvað „diet“ VAR. Það þarf ekki nema 5 sekúndur til að sjá að þetta sé kjaftæði.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar