Lið Newcastle fékk heldur betur skell í vikunni er liðið skellti sér til Ástralíu og spilaði þar æfingaleik við lið úrvalslið áströlsku deildarinnar.
Frá þessu greina enskir miðlar en tímabili Newcastle er lokið en liðið vann Brentford 4-2 í lokaumferðinni á sunnudag.
Ungir leikmenn Newcastle fengu tækifæri í leiknum gegn úrvalsliðinu og fengu alvöru skell í Melbourne.
53 þúsund manns voru mættir til að sjá leikinn en Newcastle tapaði 8-0 en það vantaði þó alla lykilmenn liðsins.
Þónokkrir stuðningsmenn Newcastle gerðu sér ferð til Ástralíu til að sjá leikinn og urðu því miður fyrir miklum vonbrigðum.