Lucas Paqueta á yfir höfði sér tíu ára bann frá fótbolta verði hann fundinn sekur um það að hafa leikið sér að því að fá gult spjald.
Hann og vinir hans eru sakaðir um að hafa sett veðmál í fjögur skipti þar sem Paqueta fékk gult spjald.
Paquetá hefur til 3 júní að svara ákæru enska sambandsins en málið hefur verið í rannsókn í nokkra mánuði.
Um er að ræða leiki gegn Lecester, Aston Villa, Leeds og Bournemouth á síðustu leiktíð. Þar telur enska deildin að Paqueta hafi leikið sér að því að fá gul spjöld.
„Grunur leikur á um að leikmaðurinn hafi haft áhrif á það að fá spjald í leik með það að leiðarljósi að nokkrir aðilar myndu hagnast á því,“ segir í ákæru sambandsins.
Paqueta hafnar sök en meint brot hans eru hér að neðan.
Paqueta is guilty as FUCK. 😂😂 pic.twitter.com/qZwxJQM906
— Not Match of the Day (@NOT_MOTD) May 23, 2024