Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var á blaðamannafundi í dag spurður út í orðróma um að úrslitaleikur enska bikarsins gegn Manchester City á laugardag verði hans síðasti leikur við stjórnvölinn.
United endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið getur að einhverju leyti bjargað arfaslöku tímabili fyrir horn með sigri gegn nágrönnum sínum. City er þó án efa sigurstranglegri aðilinn.
Talið er að sæti Ten Hag sé mjög heitt og einhverjir miðlar segja frá því að leikurinn á laugardag verði hans síðasti.
„Ég hef ekkert að segja um að,“ sagði Ten Hag í dag.
„Einbeiting mín er alfarið á að vinna leikinn á laugardaginn. Svo fer hún á að halda áfram með verkefnið hér.“