Lyngby hefur samþykkt 450 milljóna króna tilboð frá belgíska liðiny Gent í íslenska landsliðsmanninn Andra Lucas Guðjohnsen.
Segir í fréttum í Danmörku að Andri verði dýrasti leikmaður í sögu Lyngby.
Andri er 22 ára gamall framherji en hann kom til Lyngby á láni frá Norrköping fyrir tímabilið, danska félagið nýtti sér forkaupsrétt eftir gott timabil Andra.
Lyngby vissi að áhugi væri á Andra og að félagið gæti grætt vel á því að kaupa Andra sem hefur skorað 13 mörk í dönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Andri mun feta í fótspor pabba síns og afa en Eiður Smári og Arnór Guðjohnsen léku báðir í Belgíu á ferlum sínum og nú fer Andri þangað.
Arnar Þór Viðarsson var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Gent á dögunum og hefur því líklega mikið að segja um kaup liðsins á Andra. Arnar var landsliðsþjálfari Íslands þegar Andri fékk sín fyrstu tækifæri þar.