Manchester United goðsögnin Roy Keane hefur varað Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, við því að nota Trent Alexander-Arnold á miðjunni gegn stórliðum á EM í sumar.
Alexander-Arnold var kynntur sem miðjumaður í hópi Southgate en hann hefur verið að færa sig þangað meira og meira með Liverpool.
„Þú getur ekki spilað honum á miðjunni gegn bestu liðunum. Þú kemst upp með það í einum eða tveimur leikjum í riðlakeppninni en gegn þeim bestu þarftu að verjast og það getur hann ekki,“ segir Keane sem hrósar Alexander-Arnold þó líka.
„Á boltanum elska ég að horfa á hann. En á þessu stigi, ef hann spilar á miðjunni gegn góðu liði verður hann í vandræðum.“