Eftir 13 ára bið eru fóboltamyndir af leikmönnum í Bestu deild karla og kvenna aftur í boði fyrir þyrsta fótbolta áhagendur. Sambærilegar myndir voru síðast framleiddar tímabilið 2011 í Pepsi deildinni eins og deildin hét í þá daga. Myndirnar eru samstarfsverkefni Bestu deildarinnar og Nike á Ísland.
„Við erum gríðarlega ánægð að Nike var til í að fara í þetta verkefni með okkur og að við getum loksins aftur boðið upp á fóboltamyndir. Myndirnar eru stór liður í því að stækka vörumerkið Besta deildin og hjálpar okkur að búa til stærri stjörnur úr leikmönnum deildarinnar“ Segir Björn Þór Ingason markaðsstjóri Bestu deildarinnar
Það hefur alltaf verið í forgrunni hjá NIKE að standa við bakið á íslenskri knattspyrnu. Frábært tækifæri til að hampa okkar frábæra knattspyrnufólki og búa til meiri spennu fyrir deildinni meðal yngri iðkennda,“ Segir Hlynur Valsson vörumerkja stjóri NIKE
Á myndunum má finna einkunn leikmanna eins og tíðkast á myndum erlendis en tölurnar eru fengnar í gegnum leikgreiningarforritið Wyscout. Það eru því tölfræðileg gögn sem stýra því hvaða einkunn leikmenn fá en ekki huglægt mat. Inní einhverjum pökkum leynast svo vinningar eins og fótboltaskór, boltar, markmannshanskar og fleira ásamt afsláttum hjá AIR, H verslun, Jóa Útherja og Músik og Sport. Myndirnar eru nú þegar komnar í sölu og má nálgast þær í öllum helstu íþróttaverslunum og í félagsheimilum liða í Bestu deildinni.