Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United sendi í gær ástarkveðju til Jóhanns Berg Guðmundssonar eftir að hann lék sinn síðasta leik fyrir Burnley á sunnudag.
Jóhann kvaddi Burnley eftir átta ár hjá félaginu en athygli vakti að börn Bruno voru með Jóhanni eftir leik þar sem hann kvaddi stuðningsmenn Burnley
Bruno birti myndina á Instagram síðu sinni og sendi hjarta með til Jóhanns.
Eiginkona Bruno var einnig mætt á völlinn og var dugleg að birta myndir á Instagram síðu sinni þar sem Burnley tapaði gegn Nottingham Forest í síðust umferð. Liðið féll úr ensku deildinni í ár.
Mikill vinskapur virðist vera á milli Jóhanns og Bruno en þeir hafa verið búsettir á sama svæðinu undanfarin ár.