Karim Benzema vill komast frá sádiarabíska félaginu Al-Ittihad en hann er vonsvikinn með tímabilið sem er að klárast. Relevo fjallar um málið.
Benzema gekk í raðir Al-Ittihad frá Real Madrid fyrir um ári síðan. Skrifaði hann undir þriggja ára samning sem er 200 milljón evra virði.
Franski framherjinn er hins vegar ósáttur við hversu gæðalítil sádiarabíska deildin er. Þá segir hann að aðstaðan sé ekki boðleg þar sem hann er og er hann ósáttur við meðferðina sem hann fær frá stuðningsmönnum.
Á Benzema að hafa sagt sínum nánustu þetta í heimsókn til Madrídar nýlega, eftir því sem kemur fram í Relevo.
Það verður meira að segja það fyrir Benzema að komast burt frá Sádí. Deildin þar er sennilega til í að leyfa honum að fara í annað lið í landinu en ekki í aðra deild þar sem hann spilar lykilþátt í því að stækka vörumerki sádiarabísku deildarinnar.