Rodri, leikmaður Manchester City, segir að leikmenn Arsenal séu einfaldlega ekki með andlegan styrk til að hafa betur í baráttunni um ensku úrvalsdeildina.
Arsenal hafnar í öðru sæti þetta árið en City var að vinna sinn fjórða Englandsmeistaratitil í röð.
Rodri hrósaði Arsenal fyrir gott tímabil en segir að leikmenn City séu einfaldlega á öðru stigi þegar kemur að hugsunarhætti.
,,Arsenal átti líka skilið að vinna, þeir áttu ótrúlegt tímabil en ég held að munurinn hafi verið hér,“ segir Rodri og bendir á höfuðið.
,,Þegar þeir komu hingað á Etihad, ég horfði á þá og hugsaði: ‘Ah, þessir gæjar, þeir vilja ekki vinna okkur, þeir vilja gera jafntefli.’
,,Það er viðhorf sem við erum ekki með og við myndum ekki hugsa það sama.“