Roberto De Zerbi hefur staðfest það að hann sé ekki með samningstilboð frá neinu félagi sem gæti komið á óvart.
De Zerbi hefur verið orðaður við fjölmörg félög en hann hefur staðfest brottför frá Brighton í sumar.
Bayern Munchen hefur til að mynda verið orðað við Ítalann en hann hefur áhuga á að vinna áfram á Englandi.
,,Það er ekkert félag til að tala um, enginn hefur boðið mér samning,“ sagði De Zerbi við BBC.
,,Eins og staðan er þá er ekkert á borðinu, ég vonast til að vinna í ensku úrvalsdeildinni aftur. Ég veit ekki hvenær eða hvar.“