Það er ljóst að Cagliari er búið að halda sæti sínu í Serie A, efstu deild Ítalíu, eftir 2-0 sigur á Sassuolo um helgina.
Enginn annar en Claudio Ranieri er stjóri Cagliari en hann vann eitt sinn ensku úrvalsdeildina með Leicester.
Ranieri er gríðarlega vinsæll og fögnuðu leikmenn með honum eftir lokaflautið gegn Sassuolo í næst síðust umferð.
Leikmenn helltu vatni yfir þennan 72 ára gamla þjálfara sem hefur gert fínustu hluti með liðið í tvö ár.
Myndband af þessu má sjá hér.
😁🇮🇹 This is the moment Claudio Ranieri was soaked in water by his Cagliari squad after officially securing safety in Serie A and avoiding relegation! ❤️
72-years-old, still going strong in the management game. pic.twitter.com/Q6UqB7Ggod
— EuroFoot (@eurofootcom) May 19, 2024