ÞCristiano Ronaldo er launahæsti íþróttamaður heims en hann fær um 130 milljónir punda fyrir hvert tímabil í Sádi Arabíu.
Ronaldo hefur lengi verið einn allra launahæsti íþróttamaður veraldar en um er að ræða nafn sem flestir ættu að kannast við.
Ronaldo gerði garðinn frægan með liðum Manchester United, Real Madrid og Juventus en hann er í dag 38 ára gamall.
Boxarinn Tyson Fury mun þéna nánast það sama og Ronaldo á laugardag er hann berst við Úkraínumanninn Oleksandr Usyk.
Það er í raun sturluð staðreynd en samkvæmt TalkSport mun Fury fá 120 milljónir fyrir það eina að berjast í hringnum.
Um er að ræða titilbardaga sem fer fram í einmitt Sádi Arabíu sem spilar stórt hlutverk peningalega séð.