Það er ljóst að miðjumaðurinn Mohamed Elneny mun ekki spila með liði Arsenal á næstu leiktíð.
Elneny hefur sjálfur staðfest eigin brottför en hann hefur verið á mála hjá Arsenal í meira en átta ár.
Elneny kom til Arsenal frá Basel í Sviss í janúar 2016 og spilaði alls 161 leik fyrir félagið.
Hann náði þó aldrei að festa sig í sessi sem lykilmaður á Emirates og er nú loksins að kveðja endanlega.
Elneny er 31 árs gamall og mun kveðja félagið á Emirates á sunnudag í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Thank you Gooner @Arsenal ❤️ pic.twitter.com/CQv9hyNxPp
— Mohamed ELNeny (@ElNennY) May 17, 2024