fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Af hverju var hann valinn í landsliðið? – ,,Engill og öllum líkar við hann“

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. maí 2024 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur valið hóp liðsins sem mun spila á EM í Þýskalandi í sumar.

Ein ákvörðun Deschamps kom verulega á óvart en hann valdi miðjumanninn N’Golo Kante í hópinn.

Kante hefur ekki verið valinn í síðustu verkefni Frakklands en hann er 32 ára gamall og leikur í Sádi Arabíu.

Búist var við að Kante myndi ekki fá tækifæri á EM að þessu sinni en Deschamps hefur ákveðið að treysta á reynsluboltann.

Kante hefur glímt við þónokkur meiðsli undanfarin ár en hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Leicester og svo Chelsea.

Deschamps hefur nú útskýrt af hverju hann ákvað að gefa Kante tækifærið á nýjan leik.

,,Hann hefur spilað heilt tímabil, svo sannarlega ekki í Evrópu en hann er búinn að ná sér að fullu líkamlega,“ sagði Deschamps.

,,Við getum rætt um deildina í Sádi Arabíu og styrk hennar en hann hefur spilað yfir 4000 mínútur á tímabilinu, það eru meira en 40 leikir. Hann er engill og öllum líkar við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“