Félög í ensku úrvalsdeildinni geta gleymt því að fara með leiki úr landi. Ríkisstjórn Englands hefur tekið fyrir þetta og sett lög.
FIFA hefur opnað dyrnar fyrir það að leikir í deildarkeppnum fari fram utan lands.
Þetta ætla Englendingar að taka fyrir en uppi hafa verið hugmyndir um að leikir í ensku úrvalsdeildinni fari fram í Bandaríkjunum.
Úr því verður ekki þar sem reglur um þetta hafa verið settar um að banna þetta en það er gert með hagsmuni stuðningsmanna á Englandi í huga.
Bandaríkjamenn hafa viljað fá leiki úr deildinni til sín gegn því að greiða fyrir það væna summu.